Hae hae, i vinnuni er rosa gaman nuna. Tad eru HCT outreach program i gangi tar sem vid forum i onnur hverfi og testum folk fyrir HIV og gefum teim radgjof. Eg fae ad taka blod ur folkinu sem er faranlega gaman en otrulega stressandi. Seinast forum vid i skola og tstudum 250 krakka sem allir voru hraeddir vid nalar. Nanast allir oskrudu tegar eg stakk tau. Vid vorum i pinkulitlu tjaldi og allir krakkarnir trodust tar inn og allir horfdu a allar minar hreyfingar, tau blokkudu ljosid og tad var erfitt ad sja og tetta var svo stressandi. Eitt ad vera taka blod ur fullt af folki i fyrsta sinn og hvad ta tegar allir fylgjast med ter. Svo byrjadi audvitad ad hellidemba og trumur og eldingar, tad er regntimabil nuna svo tetta gerist nanast a hverjum degi i svona 30 min-3 tima. Tetta entist i sirka klukkutima en audvitad var ekkert verid ad haetta, krakkarnir heldu tjaldinu tvi tad var ad falla nidur, eg og allt dotid vard rennandi blautt en vid heldum samt afram. Eg helt ad tetta vaeri erfitt fyrir, jesus minn.. En tetta var mjog gaman tott tetta se rosalega stressandi og margt er svo faranlegt eins og tetta tjald. Svo tarf eg alltaf ad maeta kl 6:30 a morgnana og tetta er alveg til 6-7.
Sidan for eg um daginn og kenndi i learning center, var ad kenna krokkum a aldrinum 3-5 ara sem hlyda engu. Eg var ad kenna teim basic hluti sem tau kunna nokkurnvegin to, stafrofid, tolurnar, dyrin og matinn. Og a minutna fresti er einhver sem segir " teacher suusuu" sem tydir pissa, en tau fara ekkert ad pissa, tau fara ut ad leika. Algjorar dullur samt. Kennarinn teirra er to pinu ognvekjandi. Hun segir vid krakkana ef tau borda ekki matinn sinn " Do you want me to beat you" Hun segir tetta mjog rolega og er mjog yfirvegud, og krakkarnir borda. Svo segir hun alltaf adur en tau fara heim " If you dont go straight home your head will be cut off" an spaugs. Svo i Secondary school tar sem eru krakkar a aldrinum 12-18, og tetta er svona i ollum skolum, Ta er krokkunum refsad fyrir slaema hegdun med tvi ad annadhvort verda lamin med svipu eda spytu, eda stelpurnar eru latnar labba a hnjanum i mold og a steinum allar friminuturnar svo taer fa fullt af sarum a hnen. Sumt herna gerir mig svo reida, og tad er nakvaemlega ekkert sem eg get gert eda sagt..
Flesta daga tegar tad er ekki HCT ta fer eg annadhvort i homevisits eda vinn a heilsugaeslustodini. Tad er mjog gaman, eg fae ad sprauta og hjalpa laeknunum med allt sem teir gera. Greina sjuklinga og fleira. Um daginn forum vid i homevisit til 17 ara stelpu sem hafdi misst foreldra sina ur HIV. Hun a tvo yngri braedur 8 og 12 sem hun hugsar um og eina dottur sem er 2 ara og fotlud. Hun a engan pening og hefur ekki vinnu. 12 ara brodirinn hafdi verid med hita i 3 daga tegar vid komum en hun hafdi ekki efni a ad fara med hann til laeknis. Eg veit ad eg get ekki hjalpad ollum herna.. En tarna akvadum eg og Andrea ad vid turftum ad hjalpa. Vid gafum henni 10.000 shillings sem er 500kr islenskar. Fyrir tad gat hun farid med brodur sinn til laeknis og gefid teim ad borda i kannski tvaer vikur.
Litid fyrir okkur, mikid fyrir tau.
Eg for til Jinja seinustu helgi, an efa ein besta helgin sem eg hef upplifad her. Vid tokum fyrst taxa i baejinn, svo boda ad rutustodini sem nanast drap okkur tvi hann keyrdi i veg fyrir taxa og tad munadi nokkrum sentimetrum ad hann hefdi snert okkur a brjaludum hrada. Svo tokum vid rutu til Jinja og svo boda fra rutustodini ad gistiheimilinu. Rosa ferdalag en algjorlega tess virdi. Vid komum okkur fyrir i herberginu okkar sem var dorm med 9 rumum en tad var engin annar tar svo vid hofdum tetta utaf fyrir okkur. Svo skelltum vid okkur strax ut. Utsynid tarna yfir Nil er svo otrulega fallegt! Vid satum og drukkum Nile bjor ad horfa a solsetrid a The Nile. Olysanlegt! Eg hef sjaldan sed neitt jafn fallegt og tilfiningin ad vera tarna var svo god. Vid hofdum gaman tarna og blondudum gedi vid straka fra Kina og Nyja Sjalandi. Daginn eftir voknudum vid og skelltum okkur a hestbak medfram Nil og i gegnum torp. Og jeminn hvad tetta var gaman og fallegt. I torpunum voru morg hus buin til ur mold sem er mjog haettulegt tegar rigningin kemur. Tar voru risa akrar af allskonar mat og tad var allt svo fallegt ad eg get engan vegin lyst tvi og myndirnar na alls ekki ad syna tetta almennilega. Eftir hestaferdina forum vid med bat til baka yfir anna Nil svo nuna hef eg siglt a Nil, viij. Vid forum heim, logdum okkur og forum i kalda sturtu, gerdum okkur saetar og skelltum okkur a veitingastad sem heitir 2 Friends. Tar hitti eg eiganda stadsins sem er islensk kona ad nafni Diana. Hun var svo glod ad hitta mig og tad var svo gaman ad tala islensku! Hun baud mer og andreu ad borda mer ser og trem odrum konum fra Islandi og tetta kvold var aedislegt! Vid drukkum, bordudum mjog godan mat, spjolludum og hlogum allt kvoldid. Og Diana var svo god ad bjoda okkur svo tetta var allt fritt :) tetta var svo frabaert kvold og svo otrulega gaman. Alveg hreint yndislegar og otrulega skemmtilegar konur!
Daginn eftir forum vid i fjorhjolaferd i gegnum skoginn og ad skoda stifluna sem er ny i anni. Tetta var sko gaman! Vegurinn var svo hossottur og erfidur ad vid vorum alltaf ad hendast uppi loftid. Svo turftum vid ad fara nidur faranlega bratta brekku, fulla af hossum og upp hana aftur. Tvilikt adrenalin rush! Sidan akvadum vid ad splaesa i privat taxa tar sem okkur verkjadi i allan likaman, en tetta var svo sannarlega tess virdi!
Um daginn vaknadi eg um midja nott vid havada fra ferdatoskuni minni. Eg vissi sko hvad tetta var. En auminginn eg tordi ekki ad fara ur ruminu og reka rottuna i burtu. Og vegna tess hve hatt hun hafdi svaf eg rosa litid tessa nott. Kvoldid eftir akvad eg ad kikja ofani toskuna mina og athuga hvort hun hafdi skilid eitthvern gladning eftir handa mer. Sem hun gerdi. Tad var rottuskitur og fullt af pinkulitlum maurum. Irene hjalpadi mer ad fara med toskuna mina ut, taka allt ur henni og reyna drepa alla maurana. Tetta voru samt ekki edlilegir maurar, teir voru ljos brunir og agnarsmair. Einhverskonar rottumaurar.. Eg gleymi sko ekki aftur ad loka toskuni minni a kvoldin.
Eg hef akvedid ad reyna taka mynd af ollum matnum herna. Mikid af matnum er agaetur og haegt er ad borda hann en tad er tvennt sem eg virkilega hata. Posho and beans og Matoke and guinnes. Tetta er svo hraedilega vont og ogedslegt. A midvikudaginn fekk eg posho and beans i hadegismat og kvoldmat og a fimmtudag fekk eg tad i kvoldmat. Eg helt eg myndi deyja, eda ad maginn a mer myndi springa. Svo er audvitad alltaf i morgunmat hvitt braud med blue band smjori og te, aedi..
Tad er samt alltaf spennandi ad borda her, thu veist aldrei hvad thu faerd.
I gaerkvoldi skellti eg mer ut a lifid med Andreu og local vinkonu minni her Bridget. Vid forum i baejinn a bar sem heitir Bubbles og er blandadur bar med baedi muzungus og locals. Otrulega skemmtilegt kvold. Fullt af strakum komu upp ad okkur og sogdu faranlega asnalegar pikk up linur eins og " you have a very sweet and sexy handshake" medal annars. Einnig voru tarna gamlir hvitir karlar med ungar svartar stelpur a arminum. Tad vita sko allir hvad er i gangi tar. Sorglegt ad sja tessar stelpur. Eitt skiptid sem eg for a klosettid var tar ung vaendiskona i rosalega stuttum hlebardakjol sem med opna hurd, kippti upp kjolnum, var i engum naerbuxum og pissadi. Ekkert verid ad loka hurdinni. Mjog skemmtilegt kvold samt sem adur, "kynntist" fullt af fyndnu folki og hafdi mjog gaman ad teim
Her i afriku er ennta allt gaman, eg se ju margt slaemt nanast a hverjum degi. En tad er eitthvad vid tennan stad.. Her er aedislegt ad vera :)
Þetta er að verða ævintýri lífs þíns - nú bíð ég spennt eftir myndum :) Ferðin hálfnuð styttist í að þú komir heim gullið mitt þá að það séu næstum 2 mánuðir eftir. Söknum þín öll hér. Hinsvegar er nokkuð ljóst að það verður tekið upp út töskunni úti þegar þú kemur heim og öllu sturtað beint í þvottavél :)
ReplyDeleteelska þig mestast
mamma
Þetta er ekki bara sól og sæla Sunna mín. nóg að gera hjá þér og þrumur og eldingar. Eldingar er nokkuð sem ég hef alltaf misst af þau fáu skipti sem ég hef komið til útlanda. Gaman samt. Hér er vetur ennþá, snjór og kalt. Stundum dett ég í hálfgert þunglyndi yfir snjónum og kuldanaum en það styttist í vorið og sumarið :-) Þú verður ansi snjöll með nálar og sprautur eftir þetta.
ReplyDeleteAgi og uppeldisaðferðir ef svo má kalla eru víst mismunandi milli landa. Á íslandi var það í eina tíð til siðs að lemja og berja börn, konur og jafnvel gamalmenni. Að svelta viðkomandi var sjálfsagt. . Svo kom menningin. Það er fátt ef nokkuð sem þú getur gert nema kannski segja frá því hvernig hlutirnir eru hér heima.
Fallegt af ykkur Andreu að hjálpa ungu móðurinni sem er með systkyni sín á framfæri. Þó maður lesi um þetta þá getur maður ekki sett sig í þessi spor - hvað þá skilið þessar aðstæður. Til þess þarf maður að vera á staðnum og vera lengi. Og það er rétt hjá þér - þetta er lítið fyrir okkur en mikið fyrir þau.
Hvar er þessi staður: Jinja?
Rosalega hefur Níl verið mögnuð. Vagga mannkyns! VÁ
Heppin að hitta íslenska konu þarna og enn heppnari að fá frítt að borða.
Eitt er öruggt Sunna: farangur þinn og töskur fara ekki inn til okkar fyrr en eftir ALGERA SÓTTHREINSUN :-)
Það verður skondið að sjá myndirnar af matnum sem þú elskar :-) En e´g get lofað þér því að maturinn sem þu munt fá þegar þú kemur heim verður himneskur - í þessari viku kom á heimilið dáldið sem hefur gjörbreytt matnum og eldunaraðferðunum :-)
Þú lætur þessa giggolóa á Bubbels ekki gabba þig :-)
Það eru all staðar gamlir perrar sem misnota sér neyð annara. Sorglegt.
En þetta er ævintýri lífs þíns - so far - hver veit hvað þú munt gera í framtíðinni.
Hlakka til fleiri skrifa.
kv, pabbi